Á Þriðjudaginn 20.janúar 2015 komu saman á sal skólans drengir og stúlkur í 3.flokk knattspyrnudeildar UMFG til þess að skrifa undir afrekssamning við deildina.
Afrekssamningur þessi felur í sér að krökkunum er kennt þau grunngildi sem koma til með að hjálpa þeim í lífinu.
Leikmönnum verður boðið upp á aukaæfingar, fræðslu, hvatningu og annað sem hjálpar þeim að bæta sig í framtíðinni.
Á móti skuldbinda krakkarnir sig til þess að tileinka sér gott líferni og að neyta ekki áfengis, tópaks og annara vímuefna.
Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega athöfn og voru það foreldar/forráðamenn barnanna og svo iðkendur sem skrifuðu undir og fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar voru þeir Jónas Þórhallsson formaður og Grétar Valur Schmidt formaður unglingaráðs sem skrifuðu undir samningana.
Þjálfarar drengjanna er Óli Stefán Floventsson og þjálfari stúlknanna er Ægir Viktorsson.