Grindavík fer illa af stað í 1. deild karla í ár en liðið er í næst neðsta sæti með 4 stig eftir 6 leiki. Um helgina tapaði Grindavík fyrir Haukum á Ásvöllum 1-0. Í kvöld mætir Grindavík svo BÍ/Bolungarvík á Ísafirði en þessum leik var frestað á sínum tíma.
Grindavík gengur sérstaklega illa að skora en liðið hefur skorað 6 mörk í leikjunum 6. Þá hafa mikil meiðsli hrjáð liðið að undanförnu. En vonandi ná strákarnir sér á strik, ef Grindavík vinnur í kvöld eru 8 stig á toppinn og nóg eftir af mótinu.