Ályktun aðalfundar körfuknattleiksdeildar UMFG um framtíðaruppbyggingu á æfingaraðstöðu þeirra.
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG skorar á bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að víkja frá þeim áformum að stækka núverandi íþróttasal
þar sem það muni ekki uppfylla þarfir þeirrar starfsemi sem ætlað er.
Í stað þess verði byggður nýr íþróttasalur og hafðar til hliðsjónar framkomnar tillögur í þeim efnum.
Aðalfundur kkd UMFG skorar einnig á bæjarstjórn að hún vegi og meta kosti bygginu íþróttamannvirkja
í sem bestu samstarfi við forsvarsmenn þeirra sem munu nýta þau og hafnar þeirri hugmynd að nauðsynleg
bygging íþróttasalarfari í íbúakosningu með tilheyrandi kostnaði.
Með bestu kveðju,
Jón Gauti Dagbjartsson Formaður körfuknattleiksdeildar UMFG