Leikur 4 af 5 í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þann 25. apríl 2013 fór fram fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2013.  Flestir boltaspekingar voru búnir að spá Stjörnunni sigur og var sigurhátíð í undirbúning í Garðabænum þar sem Grindavíkurliðið þótti vera lakari aðilinn í einvíginu.
Sú varð nú ekki raunin og Grindavík vann 88-82 og tryggði sér svo titilinn í oddaleik. 

Þetta er kunnulegt ferli og leikmenn Grindavíkur ætla sér að tryggja að þetta gerist aftur.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en upphitun með grilli og forsölu á miðum á Salthúsinu frá 17:00 í dag.

Núna þurfum við toppleik frá okkar mönnum og toppleik úr stúkunni þannig að allir sem komast eru hvattir til að mæta og láta heyra í sér.
Við förum ekki að sjá KR taka við bikarnum sem við höfum haft í tvö ár á okkar heimavelli.