Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina.

Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/

Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða

fimleikar

frjálsíþróttir

glíma

golf

hestaíþróttir

knattspyrna

körfubolti

motocross

skák

stafsetning

sund

strandblak

og upplestur.

 

Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en einnig eru í boði fjölbreytt verkefni og afþreying fyrir þá sem yngri eru.  Foreldrum og fullorðnum mun ekki leiðast á Höfn en auk þess að fylgjast með íþróttakeppninni  þá geta þau tekið þá í mörgum viðburðum.

 

Hlökkum til að sjá ykkur á Höfn. 

 

 

Einnig er vert að geta þess að það er hægt að skrá sig sem einstaklingur í boltagreinar eða búa til lið ef það eru nokkrir saman. Það má líka hringja í Bjarna Már Svavarsson, Stjórnarmann í UMFG, í S:8917553 og fá frekari upplýsingar.

Eins og undanfarin ár greiðir aðalstjórn helming keppnisgjaldsins hjá þeim sem skrá sig undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur.

Fullt keppnisgjald er 6000.- kr og er hlutur UMFG því 3000 kr. Innifalið í keppnisgjaldi er tjaldstæði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina auk þess sem frítt er inná alla viðburði sem tengjast mótinu.

Þegar búið er að skrá á mótið er þá ýtt á hnapp sem stendur “ég greiði félaginu mínu” og eru allar bankaupplýsingar á þeirri sömu síðu.