Æfingabúðir í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Ágætu TKD iðkendur.

Í vikunni eru magnaðar æfingabúðir með ótrúlega góðu og faglegu TKD
fólki. Við erum svo heppin að fá Serbneska landsliðsþjálfara ásamt
tveim keppendum sem verða með æfingabúðir í bardaga (sparring). Einnig
fáum við Edinu Lents frá Danmörku og Portúgalann Sergio Ramos en bæði
hafa þau áralanga reynslu á stórmótum í poomsae.
Æfingabúðirnar fara fram bæði í Keflavík og í Reykjavík og geta því
iðkendur valið á milli (frjálst val). Í Reykjavík fara æfingabúðirnar
fram í íþróttahúsi Ármanns, í Laugardal. Takið með ykkur allar hlífar
á sparring æfingar. Æfingarbúðirnar eru ætlaðar öllum 8 ára og eldri og því falla æfingar í Grindavík niður fyrir þann aldurshóp fimmtudaginn 17. janúar. (Æfing fyrir 6-7 ára fellur ekki niður)

Æfingabúðir 1 dagur kr. 1.000
Æfingabúðir 2 dagar kr. 2.000

 

Æfingarnar sem verða í Kefalvík eru eftirfarandi

Fimmtudag
kl 17-18 allir með rautt belti og hærra poomsae
kl 18-19 allir með blátt belti og neðar poomsae (ef einhverjir kunna hærri formin (7+) mega þeir líka mæta á fyrri æfinguna)
kl 19-20:30 12 ára og eldri rautt belti og hærra sparring
kl 20:30-22 12 ára og eldri blátt belti og neðar sparring

Föstudag
kl 14-15:20 allir með Blátt belti og niður poomsae
kl 15:30 – 17 allir með rautt belti + poomsae

Auk þessara æfinga eru 14 æfingar í Reykavík, þær eru líka innifaldar. Skoðið dagskrána á tki.is og þið megið fara á allar þær æfingar ef þið hafið borgað gjaldið. Borga skal til þjálfara eða inn á reikning deildarinnar með nafn iðkanda sem skýringu; 

 

kt: 4202840129
rn: 0143-26-000935