3 keppendur, 3 gull

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Grinvíkingar stóðu sig vel á Kyu-móti í júdó.

Kyu-mót 2012 var haldið í ÍR heimilinu laugardaginn 11. febrúar og mættu þar 3 Grindvíkingar til leiks, þeir Marcin Ostrowski, Guðjón Sveinsson og Sigurpáll Albertsson og unnu þeir allir sína flokka.

 

Marcin fékk gull í -55kg flokki 13-14 ára

Guðjón fékk gull í -66kg flokki 17-19 ára

Sigurpáll fékk gull í -90kg flokki fullorðna (15+)

 

Marcin keppti tvær glímur í þriggja manna flokki. Í fyrri glímunni var mótherji hans dæmdur úr leik fyrir ólöglegt bragð, og í seinni glímunni vann hann á fastataki.

Guðjón keppti einnig tvær glímur í þriggja manna flokki. Fyrri glímuna vann hann á stigum en þá seinni á fastataki.

Sigurpáll keppti í fullorðinsflokki þar sem aðeins tveir keppendur voru í hans flokki og þeir færðir upp. Hann vann fyrstu glímuna á kasti, aðra á fastataki og þá þriðju á kasti.