Uppskeruhátíð 3. og 4. flokks knattspyrnudeildar UMFG fór fram á dögunum. Hún var vel sótt af iðkendum og ekki síst foreldrum. Grétar Valur Schmidt formaður unglingaráðs fór yfir starf síðasta árs og þakkaði öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.
Kökuhlaðborðið klikkaði ekki og verður það bara glæsilegra með hverju árinu sem er að líða. Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokkanna stjórnaði hátíðinni. Veitt voru ýmis verðlaun:
4.fl kvk
Mikilvægustu leikmennirnir:
– Dröfn Einarsdóttir
– Viktoría Líf Steinþórsdóttir
Mestu framfarir:
– 11 manna : Dagbjört Arnþórsdóttir
– 7 manna: Silja Rós Viðarsdóttir
Besta ástundun:
– 11 manna: Kristín Anítudóttir
– 7 manna: Emilý Klemensdóttir
4.fl kk
Mikilvægustu leikmennirnir:
– Hilmar Andrew McShane
– Ingi Steinn Ingvarsson
Mestu framfarir:
– Ævar Andri Öfjörð
– Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Besta ástundun:
– Sigurjón Rúnarsson
3.fl kvk
Mikilvægasti leikmaður:
– Helga Guðrún Kristinsdóttir
Mestu framfarir:
– Svava Lind Kristjánsdóttir
Besta ástundun:
– Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir
3.fl kk
Viðurkenning fyrir dugnað og þrautseigju
– Hlynur Ægir Guðmundsson
– Marinó Axel Helgason
– Magnús Ari Stefánsson
Sveinn þjálfari ásamt verðlaunahöfum í 3. flokki stúlkna.
Ægir þjálfari ásamt verðlaunahöfum í 3. flokki drengja.
Elínborg þjálfari ásamt verðlaunahöfum í 4. flokki stúlkna.
Ægir þjálfari ásamt verðlaunahöfum í 4. flokki drengja.