Grindavík með eins stigs forskot í deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tapaði fyrir Selfoss 3-0 í 19.umferð 1.deild karla í gærkveldi.  Fjölnir og Haukar, sem eru í næstu sætum fyrir neðan, töpuðu líka stigum þannig að Grindavík heldur toppsætinu.

Selfyssingar hafa átt nokkra góða leiki á heimavelli í sumar og hafa m.a. unnið þar tvisvar 6-1.  Þeir hittu á slíkan leik í gær og unnu 3-0.  Grindavík var meira með boltann en náðu ekki að nýta sér færin sem þeir sköpuðu.

Mörk Selfoss skoruðu Svavar Berg Jóhannsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Luka Jagacic.

Fjölnir og Haukar áttu leiki á sama tíma, Fjölnir tapaði fyrir Þróttum og Haukar gerðu jafntefli við Leikni.  BÍ/Bolungarvík getur jafnað Grindavík að stigum en þeir eiga leik við Víkinga á morgun.

Á fimmtudaginn er lykilleikur fyrir Grindavík þegar við tökum á móti Fjölni.  Aðeins þrír umferðir eru eftir og er því mikilvægt að ná hagstæðum úrslitum gegn Grafarvogsbúum.

Viðtal við Jankó eftir leikinn