Grindavík heldur toppsætinu og tveggja stiga forskoti með sigri á Leikni í gær 2-1.
Grindavík var töluvert betra liðið á vellinum í gær en samt bara eitt mark sem skildi að. Stefán Pálsson skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Þrátt fyrir sóknarþunga náðu okkar menn ekki að bæta marki við. Stefán Pálsson skoraði annað mark leiksins á 48. mínútu en reyndar í eigið mark eftir hornspyrnu. Magnús Björgvinsson kom inn á 70. mínútu og skoraði sigurmarkið 11 mínútum seinna og lokastaðan því 2-1.
Grindavík er því ennþá með tveggja stiga forskot á toppi 1.deildar með 36 stig. Haukar og Fjölnir eru bæði með 34 stig og má því ekkert gefa eftir.
Fjórar umferðir eru eftir:
Selfoss-Grindavík 29.ágúst
Grindavík-Fjölnir 5.sept
KF-Grindavík 14.sept
Grindavík-KA 21.sept