Grindavík – Þróttur í kvöld klukkan 19:00

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Frysti heimaleikur Grindavíkur frá 25. júli verður spilaður í kvöld klukkan 19:00 þegar við fáum Þrótt í heimsókn.  Eins og sennilega allir leikir hér eftir verður barist um hvert stig í toppbaráttunni og því mikilvægt að Grindvíkingar fjölmenni á völlinn og keppi við köttara í stúkunni.

Grindavík er á toppi deildarinnar með 30 stig og 5 lið fyrir neðan bíða eftir að okkar menn misstígi sig.  Þróttarar hafa verið á siglingu eftir að Zoran Miljkovic tók við liðinu. 

Á sama tíma tekur Víkingur á móti Leikni, Fjölnir – Tindastóll og Haukar mæta KA á Akureyri þannig að ef Grindavík tekur ekki 3 stig úr leiknum er hætt við að við dettum niður um nokkur sæti.