Grindavík 6 – Fjölnir 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Fjölni í 1.deild kvenna í gær.  Liðin voru fyrir leikinn jöfn í 2 og 3 sæti með 26 stig.

Grindavíkurstelpur sýndu sínar bestu hliðar og voru komnar í 4-0 eftir 45 mínútur, 2 mörk í seinni hálfleik og eitt frá gestunum gerðu lokatölurnar 6-1.

Grindavík er því komið upp að hlið KR á toppi deildarinnar, KR reyndar með eitt stig á Grindavík.  Tveir leikir eru eftir í riðlinum, heimaleikur gegn Sindra 17.ágúst og útleikur gegn Völsungi 23.ágúst.