Grindavík heldur sigurgöngu sinni áfram með sigri á KF í gær. Leikurinn endaði 2-0 með mörkum í fyrri hálfleik.
Leikurinn byrjaði rólega enda spiluðu gestirnir þétta og góða vörn. Eftir að Alex Freyr Hilmarsson skoraði á 28. mínútu þá opnaðist leikurinn meira. Matthías Örn Friðriksson bætti marki við átta mínútum seinna og staðan 2-0 í hálfleik.
KF gerðu tvöfalda skiptingu strax við upphaf seinni hálfleiks og komu framar á völlinn. Okkar menn voru samt ennþá með leikinn í sínum höndum, spiluðu yfirvegað og lönduðu þremur góðum stigum.
Grindavík er komið með 4 stiga forskot í deildinni en liðin í næstu sætum eiga leik inni sem fer fram í kvöld. Haukar fara á Sauðárkrók og Víkingur á Húsavík.
Næsti leikur Grindavíkur er gegn KA 16.júlí