Grindavík og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 9. umferð 1.deild karla í gærkveldi.
Okkar menn voru meira með boltann mest allan leikinn en það vantaði meiri kraft í sóknarleikinn í gær, sköpuðu sér fá færi. Heimamenn voru svo líklegri til að taka öll stigin með skörpum sóknum undir lok leiks.
Eitthvað bakslag virðist vera komið í liðið eftir góða byrjun á mótinu(fyrir utan fyrsta leikinn). Eitt stig úr síðustu tveimur leikjum en hæfileikarnir og karakterinn er til staðar í liðinu og þeir munu eflaust rífa sig upp úr þessu fyrir næsta leik sem er gegn KF hér heima 11. júlí.
Það var hinsvegar ánægjulegt að sjá að Grindvíkingar voru fjölmennari á pöllunum en heimamenn í gær og t.d. mun fleiri en á heimaleik gegn KR í efstu deild í fyrra.