Grindavík 3 – Leiknir 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Leikni í sjöundu umferð 1.deild karla.

Þessi lið eiga sér ekki langa sögu í innbyrðis viðureignum, 4 leikir milli liðanna fyrir þennan leik þar sem Grindavík hafði unnið 3 og eitt jafntefli.  Fjórði sigurinn kom í gær þar sem Grindavík vann leikinn 3-2.

Matthías kom Grindavík yfir á 7. mínútu eftir hornspyrnu.  Var þetta eina markið á fyrstu 70 mínútum leiksins.  Grindavík stjórnaði leiknum og bætti við tveimur mörkum 70. og 74. mínútu frá Juraj Grizelj og Alex Freyr Hilmarsson.  Gestirnir komu hinsvegar sterkir inn í leikinn eftir það og skoruðu tvö mörk og gerðu þar með leikinn nokkuð spennandi.  Sigurinn var hinsvegar okkar og Grindavík er komið með 3 stiga forskot í deildinni.

Það er ánægjulegt þegar litið er yfir töfluna að Grindavík hefur hingað til skorað 22 mörk en fengið aðeins 8 á sig, 14 mörk í plús og 10 mörkum fleira en næsta lið.

Næsti leikur hjá Grindavík er fimmtdaginn 27.júní þegar Selfoss kemur í heimsókn.