Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst.
Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.
- Námskeið fyrir stráka og stelpur 10. júní – 5. júlí
- 6. ágúst – 22. ágúst Æft að hætti atvinnumanna.
Eldri fyrir hádegi (5. bekkur – 8.bekkur) kl.10.00
Yngri eftir hádegi (1. bekkur – 4.bekkur) kl.13.00
Skráning hefst þriðjudaginn 6. júní í Gulahúsi.
Verð er 5.000 kr. fyrir fjögurra vikna námskeið.
Verð á námskeiðið æft að hætti atvinnumanna í ágúst er 6.000 kr.
Umsjón með skólanum hafa Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Grindavíkur, Anna Þórunn Guðmundsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, Daníel Leó Grétarsson leikmaður meistaraflokks karla hjá Grindavík og auk annarra gestaþjálfara.