Eftir ósigur i Eyjum í gær er orðið ljóst að Grindavík spilar í næst efstu deild að ári.
Leiknum lauk með 2-1 sigri ÍBV. Heimamenn komust í 2-0 með mörkum á 23. og 31. mínútu. Hafþór Ægir Vilhjálmsson minnkaði muninn á 51. mínútu en okkar menn komust ekki lengra. Er þá farinn síðasti möguleikinn á að halda sér uppi.
Grindavík lenti í þessari sömu aðstöðu 2007 en þá þjöppuðu menn sér saman og fóru beint upp aftur. Einhverja endurskipulagningu þarf að fara í á næstu mánuðum en þessi mannskapur sem við erum með á fullt erindi í efstu deild, það þarf bara að reyna að halda sem flestum áfram. Sömuleiðis eru nokkrir efnilegir að koma upp úr yngri flokkum og fá þeir væntanlega meiri spilatíma í 1.deild næsta sumar.