Stjarnan 3 – Grindavík 4

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Frábær seinni hálfleikur hjá Grindavík tryggði þeim sigur á Stjörnunni í 15. umferð Pepsi deildar karla.

Fyrirliðinn okkar, Ólafur Örn Bjarnason, hefur átt í meiðslum síðustu daga og var ekki með í kvöld.  Í hans stað kom Björn Berg Bryde.  

Aðrir leikmenn voru Óskar Pétursson, Ray Anthony Jónsson sem er fyrirliði í dag, Pape Mamadou Faye .Iain James Williamson, Matthías Örn Friðriksson, Oluwatomiwo Ameobi, Mikael Eklund, Marko Valdimar Stefánsson ,Alexander Magnússon og Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Dómari leiksins var hinn ágæti dómari Örvar Sær Gíslason og honum til aðstoðar Áskell Þór Gíslason og Jón Magnús Guðjónsson.

Á 10 mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar markahæsti leikmaður tímabilsins í fyrra, Garðar Jóhannsson, skallaði í markið eftir sendingu af kantinum.  Stuttu seinna var Mark Doninger nærri búinn að koma heimamönnum í 2-0 en Óskar kom í veg fyrir það.

Á sama tíma eru Selfoss að taka á móti Fram og eru komnir í 3-0 í fyrri hálfleik og þá er baða sækja stigin þrjú í Garðabæ og gera botnbaráttuna enn meira spennandi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með marki frá Doninger en nokkrum mínútum síðar minnkaði Iain Williamson muninn eftir að Ingvar markvörður Stjörnunnar varði frá Ameobi.

Líkt og síðasta leik komu okkar menn með krafti inn í seinni hálfleikinn og eftir korter af honum voru þeir búnir að jafna leikinn. Seinna markið kom með smá hjálp frá Tryggva Bjarnasyni eftir fína sendingu frá Pape.

Á 74. mínútu kom Alex Freyr inn á fyrir Hafþór Ægir.  Þremur mínútum seinna beitti hann því vopni sem varnarmenn Stjörnunnar hafa átt í vandræðum með í sumar, stungusendingu inn fyrir.  Pape skorar örugglega og kom okkar mönnum í 3-2.

Sex mínútum seinna átti Ray góða sendingu á Alex Frey sem skallaði til Ameobi sem þakkaði fyrir sig og skoraði.  Heimamenn voru reyndar ekki lengi að svara fyrir sig því Halldór Orri minnkaði muninn beint úr aukaspyrnu 3 mínútum fyrir leikslok. 

En Grindavíkurvörnin hélt síðustu mínúturnar og því frábær 3 stig tryggð.  Á sama tíma lagði Selfoss Fram og því mini-deildin á botninum galopin.  Næsti leikur er einmitt heimaleikur við Selfoss sem undirritaður sleppir. Ég átti ekki heimagengt á leikinn í kvöld og hef því misst af þessum leik, leiknum gegn Val og tveimur bikarleikjum við Víking og KA.  Allt leikir sem Grindavík sigraði og fer ég ekki að “jinxa” þetta.