Seinni hálfleikurinn í Pepsi deildinni hefst í kvöld þegar strákarnir taka á móti FH í tólftu umferðinni.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður eini leikurinn á dagskrá í dag þar sem ÍBV-Selfoss hefur verið frestað til morgundagsins.
Grindavík fær til baka úr leikbanni Alexander Magnússon og Scott Ramsay og jafnvel von á einum eða tveimur af sjúkralistanum. Markó Valdimar Stefánsson sem þurfti að fara af velli á mót Fylki er hinsvegar frá og verður það næstu vikurnar.
Síðasti heimaleikur Grindavíkur fór vel þar sem þeir unnu Val 2-0, hvort sem það sé að þakka heimsókn frá æðri máttarvöldum eða einfaldlega bara betri leiks er ekki gott að segja en mikið væri nú gaman að sjá önnur þrjú stig á töflunni eftir leikinn.
Fyrri leikur liðanna í sumar fór 1-1 þar sem FH var meira með boltann. FH er í þriðja sæti með 20 stig og vonandi smá þreyttir eftir Evrópuferðina, Grindavík er neðar á töflunni en líta má á þennan leik sem bæði upphaf af seinni hluta mótsins og betri tíðar fyrir okkar menn.