Sigur í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er komið áfram í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 3-2 sigur á KA á Akureyri í gær.

Samkvæmt fréttaritara síðunnar voru okkar menn mjög góðir fyrsta hálftímann.  Á sjöttu mínútu skoraði Björn Berg Bryde sitt fyrsta mark fyrir Grindavík og það með skalla eftir hornspyrnu.  Gunnar Valur Gunnarsson skoraði svo sjálfsmark á 22. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í eigið mark í stað þess að hreinsa.

Rétt fyrir hálfleik minnkaði fyrrum leikmaður Grindavíkur, Jóhann Helgason, fyrir KA en lenti á sama tíma í samstuði við mág sinn, Óskar Pétursson, og þurfti að fara af velli í hálfleik.

Grindavík hafði tök á leiknum í seinni hálfleik þó að KA hafi átt hættulegri færi.  Undir lok leiks jafnaði Gunnar Örvar Stefánsson leikinn og allt stefndi í framlenginu.  Oluwatomiwo Ameobi tryggði hinsvegar Grindavík sigurinn í uppbótartíma þegar hann fékk boltann inn í teig eftir innkast og skoraði sigurmarkið..

Mynd hér að ofan tók Sævar Geir Sigurjónsson og hægt að skoða fleiri á myndaveislu fótbolti.net