Borgunarbikarinn í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir í kvöld KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli klukkan 18:00 í dag.  Grindavík komst í leikinn með því að leggja Keflavík að velli 1-0 en KA-menn sigruðu Fjarðabyggð 2-0.  

Síðustu tvö ár hafa þessi lið mæst í bikarkeppninni. Í fyrra mættust liðin snemma á tímabilinu í Boganum þar sem Grindavík vann 2-1 með mörkum frá Michal Pospisil.  Árið 2010 komst KA hinsvegar áfram í átta liða úrslit.

Í kvöld fara einnig fram nokkrir aðrir áhugaverðir leikir.
Eysteinn og félagar í Hetti fara til Vestmannaeyjar þar sem Eysteinn situr í stúkunni eftir rauða spjaldið gegn Víking.  Reynir Sandgerði fer á gervigrasið í Garðabæ,  Þróttur fær Val í heimsókn, nágrannaslagur milli Aftureldingar og Fram og að lokum er það leikur Selfoss og eina 3. deildarliðsins sem er enn er í keppninni, KB.