Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis 2012

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis hefst í vikunni og skráning í hann frá klukkan 09:00 í Gulahúsi á morgun.

Skólinn verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum.  Um er að ræða tvö þriggja vikna námskeið í júní og ágúst.  Á námskeiðinum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fá verkefni við sitt hæfi.

Námskeið fyrir stráka og stelpur
13. júní – 4.júlí
Æft að hætti atvinnumanna

1. ágúst – 22.ágúst
Æft að hætti atvinnumanna 

Eldri fyrir hádegi (5. bekkur – 8.bekkur) kl:10:00
Yngri eftir hádegi (1. bekkur – 4. bekkur) kl:13:00 

Verð er 6.000 kr fyrir þriggja vikna námskeið.

Umsjón með skólanum hafa Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Grindavíkur, Óskar Pétursson leikmaður meistaraflokks karla hjá Grindavík auk annarra gestaþjálfara í meistaraflokki karla og kvenna.