Grindavík 2 – ÍA 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Leikur Grindavíkur og ÍA í sjöttu umferð Pepsi deildar karla í gær var hin besta skemmtun sem endaði í 2-2 jafntefli

Toppliðið og botnliðið voru þarna að mætast og getur toppliðið verið ánægt að hafa náð í eitt stig.  Grindavík var nefnilega betri aðilinn í leiknum lengst af.  Maður var vitni af besta leik Grindavíkur í sumar og eftir að hafa horft á leikinn aftur á Stöð2sport þá er maður sannfærður að strákarnir okkar munu ná að klirfa upp töfluna í næstu leikjum þ.e. ef þeir halda áfram svona spilamennsku.   Allt liðið spilaði ágætlega en persónulega fannst mér þrír standa upp úr.  Óskar Pétursson varði oft glæsilega og bjargaði okkur með fínum tilþrifum.  Marko Valdimar Stefánsson og Alexander Magnússon eru einnig byrjaðir að mynda gott miðjuteymi og verður spennandi að fylgjast með þeim í sumar.

Eins og vanalega voru fjölmargir fjölmiðlar á leiknum og vísa ég í umfjöllun þeirra eftir þennan leik:

Umfjöllun á fótbolti.net
Viðtal við Alexander á fótbolti.net
Myndaveisla frá fótbolti.net þar sem þessi mynd að ofan er fengin frá 

Umfjöllun vísir.is

Umfjöllun á mbl.is
Viðtal við Alexander á mbl.is

 

KSÍ skýrslan