Bacalao mótið 31.maí

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Annað árið í röð verður stórmót í knattspyrnu fyrir fyrrverandi leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn Grindavíkur í tengslum við Sjóarann síkáta.

 

Mótið verður fimmtudaginn 31. maí og stendur frá kl. 17-19 á Grindavíkurvelli og síðan verður skemmtidagskrá með söng og upprifjun í risatjaldi við Gula húsið kl. 20:00.
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna skemmta.

Þátttökugjald er 8.000 kr. og innifalið í því er
knattspyrnumótið, treyja og saltfiskveisla. Makar
eru velkomnir í veisluna (og að fylgjast með mótinu) og er verð fyrir þá 3.000 kr.
Allir drykkir verða seldir á staðnum.
Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti á umfg@centrum.is og takið fram hvort maki verður með.
Skráningafrestur er til 24. maí.

Knattspyrnudeild UMFG

Myndir frá mótinu í fyrra