Jafntefli í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík byrjaði Pepsi deildina með jafntefli á sterkum útvelli.

Leikur FH og Grindavíkur í fyrra fór 7-2 en það er harla ólíklegt að Grindavíkurliðið muni fá á sig svo mörg mörk í einum leik með núverandi skipulagi.  Varnarvinnan er mjög góð og þó að skemmtanagildið minnki aðeins þá munu við fá hagstæðari úrslit ef eitthvað er að marka leikinn í kvöld.

Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Óskar í marki
Matthías, Ólafur og Luic í öftustu línu.  Ray og Jósef bakverðir sem sóttu nokkuð upp kantana. Á miðjunni voru Scotty, Óli Baldur og Gavin.  Pape og Ameobi voru svo fremstir.

FH var meira með boltann en sköpuðu sér engin sérstök dauðafæri, Óskar varði svo vel þá bolta sem enduðu það aftarlega.

0-0 var í hálfleik þar sem Grindavík varðis vel og beitti fyrir sér löngum boltum á Pape og Ameobi í framlínunni.  FH þurfti að hafa góðan fjölda leikmanna aftarlega til að halda í við okkar fremstu menn.

Í seinni hálfleik voru okkar menn beittari og skapaðist oft hætta þegar Jósef fór upp vinstri kantinn.  Pape fékk gott færi um miðjan seinni hálfleik en Guðmann truflaði hann áður en Pape náði skoti á markið.  Mark Grindavíkur kom eftir að Scotty náði boltanum á hægri kantinum og með harfylgni kom hann boltanum fyrir þar sem hann endaði fyrir fætur Ondo sem skoraði fyrsta mark Grindavíkur í sumar á 74. mínútu.  Loic Mbang Ondo er orðinn þrælöflugur varnarmaður eftir þetta lánsár á Vestfjörðum og ekki sakar að hann er með markagen bróðir síns.

FH þurfti vítaspyrnu til að jafna leikinn en það gerði Björn Daníel Sverrisson á 84. mínútu eftir að Ray fékk óvart boltann í höndina innan vítateigs.  

Leikmaður leiksins hjá fótbolti.net og Stöð2sport var valinn Óskar Pétursson.

Sumarið byrjar því ágætlega og fyrsti heimaleikur eftir nokkra daga þegar Keflavík kemur til Grindavíkur fimmtudaginn 10.maí. 

Umfjöllun um leikinn á fótbolti.net

Viðtal við Guðjón á fótbolti.net

Umfjöllun á visir.is

Umfjöllun á mbl.is

Viðtal við Guðjón á sport.is
Viðtal við Heimir á sport.is