ÍBV 1 – Grindavík 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrsti leikur Grindavíkur í Fótbolti.net mótinu fór fram um helgina þar sem Grindavík lagði ÍBV með tveimur mörkum gegn einu.

Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og það voru “heimamenn” í ÍBV sem skoruðu fyrsta mark leiksins.  Var þar að verki Tryggvi Guðmundssson á sjöundu mínútu.

Pape Mamadou Faye jafnaði leikinn á 60. mínútu með marki úr vítaspyrnu.  Pape er að finna sig vel í framlínunni hjá okkar mönnum því þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann skorar.  Tíu mínútum seinna kom Paul McShane Grindavík yfir með marki úr teignu.  Ánægjulegt að Paul sé kominn aftur á fullt eftir meiðslin sem hrjáðu hann í fyrra.

Pape hefði getað bætt við öðru marki þegar hann tók aðra vítaspyrnu en boltinn fór í stöngina.

Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Grindavík sem spilar næst í mótinu 24.janúar næstkomandi gegn Stjörnunni í Kórnum klukkan 20:00