Orri Freyr Hjaltalín genginn í raðir Þórs

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Þór hafa komist að samkomulagi og mun Orri Freyr því leika með sínu uppeldisfélagi næsta sumar.

Orri hefur leikið 141 leik fyrir Grindavík eftir að hann kom frá Þór 2003 og hefur spilað flestar stöður á vellinum.

Síðustu ár hefur hann borið fyrirliðabandið og fær það hlutverk að koma Þórsurum aftur upp í efstu deild eftir að hafa hjálpað til við fall þeirra í ár.

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður með nýjan liðsmann og hafði þetta að segja í viðtali á fotbolti.net 

 

,Það er frábært að fá Orra og þetta er liður í því að koma okkur aftur þangað sem við viljum vera,”

,,Þú finnur ekki betri karaktera en gamla alvöru Þórsara og hann er með flotta reynslu þannig að þetta er ekkert nema jákvætt. Við erum í skýjunum með þetta.” 

 

Við þökkum Orra kærlega fyrir góð fótboltaár með Grindavík og óskum honum velfarnaðar á “nýjum” stað.

Mynd Sævar Geir Sigurjónsson fyrir sport.is