Nemendur í 1. bekk Hópsskóla fengu heldur betur góða heimsókn í morgun þegar Óskar Pétursson og Jósef Kristinn Jósefsson, leikmenn knattspyrnuliðs Grindavíkur, komu færandi hendi.
Þeir gáfu öllum nemendum, fyrir hönd unglingaráðs knattspyrnudeildar, fótbolta að gjöf sem sló heldur betur í gegn. Verður þetta árlegur viðburður hér eftir.
Æfingar hjá yngri flokkunum í fótbolta hefjast á mánudaginn og er hægt að nálgast æfingatöfluna hér.
Þá fengu allir nemendur í Grunnskóla Grindavíkur happdrættismiða sem þeir geta afhent þegar þeir mæta á völlinn á sunnudaginn þegar Grindavík mætir Fram í úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn en dregið verður í happdrættinu í hálfleik. Fjögur fyrirtæki, Lýsi, Þróttur, Vísir og Þorbjörn, bjóða Grindvíkingum á völlinn en leikskrá sem dreift verður í öll hús um helgina gildir sem aðgöngumiði fyrir fjóra á völllinn.
Fiskverkunin Þróttur ehf. í Grindavík styrkti kaupin á boltunum.