Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í átta leikjum í dag þegar FH komu og unnu 3-1
Okkar menn voru langt frá því að sýna sitt rétta andlit í þessum leik. FH hefur oft komið hingað og sýnt mun betri leik en þeir virtust ekki þurfa að gera mikið til að vinna slappa Grindvíkinga.
Fyrsta mark FH skoraði Atli Guðnason þegar hann skaut stöngin inn eftir að hafa fengið ágætis tíma til að athafna sig áður en hann skaut á markið. Í seinni hálfleik komu svo tvö mörk á tveimur mínútum á 48. og 50. mínútu og þar með leikurinn búinn. Öll mörkin hefði mátt koma í veg fyrir.
Mark Grindavíkur skoraði svo Magnús undir lok leiks með flottu skoti fram hjá Gunnleif í markinu. Besti maður Grindavíkur í dag var hinsvegar Matthías sem hefur fundið sig vel á miðjunni í síðustu leikjum, í kvöld á móti Matthíasi og í síðustu umferð á móti Bjarna og stóð sig það vel að Rúnar kvartaði yfir honum í KR-útvarpinu.
Fram er í þessum orðum að sigra Keflavík og eru því að komast í 18 stig, tveimur stigum á eftir Grindavík. Leikurinn um næstu helgi verður því úrslitaleikur um hvort liðið haldi sér uppi. Grindavík á fína möguleika ef þeir sýna sama leik og þeir hafa gert í undanförnum umferðum en hinsvegar litla möguleika ef þeir detta aftur í sama gírinn sem þeir voru fastir í dag.