Valur 1 – Grindavík 1

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Valur mættust í kvöld á Vodafonevellinum þar sem bæði liðin skoruðu eitt mark.

Ólafur Örn gerði nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn í kvöld. Paul, Orri og Bogi út en Alexander, Derek og Magnús inn. Þannig að Óskar var í markinu(með fyrirliðabandið), Jamie og Óli hafsentar, Alexander og Matthías bakverðir.  Fyrir framan vörnina voru Jóhann og Derek.  Scotty, Óli Baldur og Magnús fyrir aftan Winters sem var fremstur.

Í fyrri hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum.  Heimamenn vissulega með fleiri skot á markið en engin alvöru færi.  Magnús nýtti hinsvegar sitt færi vel þegar hann fékk boltann frá Alexander á vinstri kantinu og skallaði fram hjá Haraldi í markinu.

Valsmenn voru jöfnuðu leikinn þegar 6 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar Matthías skoraði með föstu skoti á nærstöngina.  Eftir það fóru valsarnir framar á völlinn en Grindavíkurvörnin var þétt með Óskar mjög góðan fyrir aftan og hélt þetta út.

Flestir fjölmiðlar vilja meina að Grindavík hafi sótt í stig á Vodafone völlinn og geti verið ánægðir með það.  En Grindavíkurliðið á alveg að geta sótt öll 3 stigin á flestum ef ekki öllum völlum landsins. Íslandsmeistararnir úr Kópavogi mæta á Grindavíkurvöll næst, særðir eftir þrjá tapleiki í röð, og má búsast við hörkuleik sem enginn má missa af.

Viðtal við Óskar á sport.is
Viðtal við Óskar á fotbolti.net
Viðtal við Derek á visir.is
Leikskýrsla ksi.is 

Umfjöllun á fotbolti.net
Umfjöllun og myndir á sport.is