Síðastliðna helgi tók 4. flokkur kvenna þátt í Rey–cup. Mótið fór fram í góðu veðri í Laugardalnum en aldrei hafa eins margir knattspyrnuiðkendur tekið þátt.
Grindavíkurstelpurnar tóku þátt í 7 manna bolta og stóðu sig frábærlega. Þær unnu sinn riðil en í undanúrslitum unnu þær Fram í skemmtilegum leik 2-1. Í úrslitaleiknum töpuðu þær naumlega á móti Sindra 2-1 þar sem stelpurnar okkar voru alls ekki síðri aðilinn en þær fengu mörg góð færi en úrslitin duttu ekki með þeim.
Silfrið var niðurstaðan, stelpurnar voru sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.
Til hamingju stelpur