Tap á teppinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Stelpurnar fóru í Garðabæinn í gær þar sem þær mættu Stjörnunni í Pepsi deild kvenna

Stjarnan var fyrir leikinn í toppbaráttunni en Grindavík á hinum endanum.  Enn aftur í sumar virðist Grindavík hafa átt ágætan leik en uppskar ekki nóg og er því enn með eitt stig á botninum eftir 3-1 sigur Stjörnunnar.  Að vísu er ekki langt í næstu lið, Afturelding með 4 stig, Þróttur 5 og KR 7.

Næsti leikur liðsins er gegn Fylki í Grindavík þann 12. júlí og eftir þann leik er mótið hálfnað.  Þrjú stig í næsta leik og stigin fara að hrannast inn í seinni helming mótsins. 

Myndir frá leiknum á fotbolti.net og er myndin hér að ofan fengið þar.

Umfjöllun um leikinn á fotbolti.net

Skýrslan hjá KSÍ