KR sigraði Grindavík í áttundu umferð Pepsi deildarinnar í kvöld.
Paul og Alexander eru báðir meiddir og tóku ekki þátt í kvöld. Liðið var skipað Óskari í marki, hafsentaparinu Orra og Ólafi. Ray og Guðmundur Egill bakverðir. Á miðjunni voru Matthías, Jamie, Jóhann og Yacine. Magnús og Winters frammi.
Fyrri hálfleikurinn var í járnum allan tíman. Ekki mikið um færi og Grindavík jafnvel betri aðilinn í leiknum. En KR kom betri út úr klefanum í seinni hálfleik, skoruðu strax á 49. mínútu og nýtt vel þau færi sem þeir fengu í leknum. Annað mark þeirra kom á 53. mínútu og þriðja og síðasta á 89. mínútu.
Með jafngóðum leik í seinni hálfleik hefði Grindavík alveg getað náð í 1 eða fleiri stig á móti besta liði landsins (sem skiptir inn á þremur leikmönnum sem komu úr atvinnumennsku á þessu ári) sem sýnir að getan er til staðar, menn þurfa bara að hafa fyrir þessu og berjast til síðustu mínútu.
Fyrr í dag gerði Þór jafntefli við Fylki og er þar með komið upp fyrir Grindavík með 8 stig. Næsti leikur er einmitt gegn Þór í bikarnum og fer fram á Akureyri laugardaginn 2.júlí. En næsti leikur í deildinni er gegn FH 6.júlí.
Viðtal við Óskar á fotbolti.net
Myndir frá leiknum tók Bjarni Már Svavarsson