Grindavík og Þór mættust í kvöld í 6.umferð Pepsi deild karla þar sem Grindavík sigraði 4-1
Viðtal við Alexander á mbl.is
Viðtal við Orra á mbl.is
Viðtal við Ólaf á fotbolti.net
Viðtal við Orra á fotbolti.net
Viðtal við Pál Viðar á fotbolti.net
Viðtal við Orra á visir.is
Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá leiknum:
Glæsilegur þriggja marka sigur Grindavíkur staðreynd, 3 dýrmæt stig í hús.
-88 mín Michael Pospisil með góðan skalla sem annaðhvort markvörður Þórs ver eða boltinn fer í stöngina. Hefði ekki verið verra ef tékkinn hefði sett eitt svona fyrir sjálfstraustið.
-83 mín Ekki náði Grindavík að halda hreinu, Ingi Freyr minnkar muninn en full seint fyrir gestina. Ingi fær svo gult stuttu seinna fyrir brot á Óla Baldri
-72 mín Magnús kemur inn fyrir Winters
-67 mín Atli Jens brýtur á Winters inn í teig. Samkvæmt sjónvarpsupptöku er þetta hárréttur dómur hjá félögunum Vilhjálmi og Jóni Magnúsi aðstoðardómara. Alexander tekur vítið og skorar 4-0 stórglæsilegt mark úr víti(allt er nú til)
-65 mín Ray kemur inn fyrir Boga Rafn. Eitthvað virtist nárinn vera að hrjá Boga þegar hann haltraði út af.
-59 mín Alexander með fína rispu upp hægri kantinn, stingur Linta af og gefur fínan bolta inn í markteig þar sem Winters var mættur. Rajko náði hinsvegar að kýla boltann út áður.
-57 mín Þórsar með skalla að marki en Óskar ver auðveldlega. Jafnræði er með liðunum í seinni hálfleik. Lítið um færi sem er svo sem ágætt þegar staðan er 3-0 fyrir okkar menn.
Við skiptinguna fór Paul inn á miðjuna en Óli Baldur á kantinn.
-40 mín Pospisil með ágætt skot sem Rajko ver en Óli Baldur aðeins of seinn í boltann til að koma Grindavík í enn betri stöðu.
-33 mín 3 hornspyrnur í röð og svo brotið á Ólafi rétt fyrir utan. Úr henni skorar gamli KA maðurinn 3-0. Jóhann sáttur við sitt hlutskipti og labbar beint út af, sennilega eitthvað meiddur, og í hans stað kemur Óli Baldur
-25 mín gamli Þórsarinn Orri Freyr kiksar boltann og gestirnir komast í upplagt færi. Þeir reyna að vippa yfir Óskar en hann sér við þeim og tekur þá á hárvörninni.
-21 mín Grindavík fær horn og Winters heldur boltanum inni, boltinn berst til Paul sem á skot yfir.
-18 mín Jamie og Alexander báðir búnir að fá gult á stuttum tíma. Alexander með fullorðins tæklingu en skil ekki af hverju Jamie fékk sitt, hefur sennilega sagt eitthvað á skosku við Vilhjálm Alvar.
-8 mín Yacine kominn með sitt fyrsta mark, 2-0. Misskilningur í vörninni og Yacine vippaði boltanum yfir Rajko í markinu. Yacine si Salem fer í frí eftir þennan leik þar sem hann er að fara gifta sig, eitthvað sem var löngu planað og auðvitað í samningnum. Hann missir því af leiknum gegn Stjörnunni en kemur svo tvíefldur til baka í bikarleikinn.
Grindavík með öll völd á vellinum á upphafsmínútunum. Með vindinn í bakið sækja þeir snöggt fram enda með marga góða sóknarmenn í byrjunarliðinu,
-29 sek Robert Winters er búinn að koma Grindavík yfir !!!!! Paul með sendingu fyrir á Winters sem snéri sér við og þrumaði með vinstri. Frábær byrjun.
Ekki þarf að tíunda um mikilvægi leiksins því liðin eru bæði að berjast fyrir að lyfta sér upp úr botnbaráttunni. Þór er í næst neðsta sæti með 3 stig eftir 4 leiki en Grindavík sætinu fyrir ofan með 4 stig eftir 5 leiki.
Tveir leikmenn Grindavíkur spiluðu áður með Þór en það er fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín og Matthías Friðriksson.
Leikurinn er í beinni útsendingu á stöð 2 sport og umgjörðin fyrir leikinn öll hin glæsilegasta. Klukkan 18:00 hefst fótboltafjör knattspyrnudeildarinnar með knattþrautum og ýmsum leikjum, sjá nánar hér
Dómari leiksins í kvöld er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar Jón Magnús Guðjónsson og Einar Sigurðsson.
Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu á eftirfarandi miðlum. Á visir.is
fotbolti.net og á mbl.is
Byrjunarlið Grindavíkur er þannig skipað. Óskar í markinu. Orri og Ólafur Örn hafsenterar. Bogi Rafn og Alexander bakverðir. Á miðjunni verða Jamie McCunnie og Jóhann, Yacine og Paul á köntunum og Robert Winters og Popisil frammi. Þannig að nú á að blása til sóknar og sækja öll stigin í þessum 6 stiga leik.
Fyrir leikinn fór fram fótboltahátið fyrir yngri flokkana þar sem knattþrautir og leikir voru stundaðir ásamt því að allir fengu DVD með tækniæfingum frá KSÍ
Það er smá vindur hérna og er hann beint á annað markið. Gæti því haft einhver áhrif á leikinn eins og í fyrri heimaleikjum Grindavíkur í sumar.