Grindavík tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í kvöld 2-1
Ólafur Örn stillti upp nokkuð breyttu liði frá Valsleiknum bæði þar sem Ray, Robert Winters, Magnús og Guðmundur Andri komu inn í liðið.
Jack Giddens var í marki, bræðurnir Ólafur og Guðmundur hafsentar, Ray og Alexander bakverðir.
Miðjan var stillt upp í tígul af fjórum spöðum þeim Jóhanni sem var aftastur, Jamie og Orri til hliðar og Paul fremstur. Magnús og Robert Winters fremstir.
Á fyrstu mínútunum var ekki auðvelt að sjá hvort liðið væri ríkjandi Íslandsmeistari á heimavelli eða lið spáð fallbaráttu.
Grindavík átti nefnilega ekkert minna í leiknum á upphafsmínútunum og mikil breyting frá Valsleiknum. Robert Winters var nálægt því að komast yfir þegar hann fékk boltann óvænt en skot hans fór beint á Ingvar Kale í markinu.
Á 14. mínútu átti Magnús gott skot á markið sem Paul hefur sennilega snert með skallanum en boltinn endaði allavega í markinu og Grindavík komið 1-0 yfir.
Sjö mínútum seinna braut Guðmundur Andri á sér og fékk réttilega rautt spjald. Eftir það var róðurinn erfiður og stjórnuðu Breiðablik leiknum eftir það.
Grindavík átti þó sínar skyndisóknir þar sem Robert var nærri því búinn að koma okkur mönnum í 2-0 og Bogi átti á skalla á lokamínútu sem bjargað var á línu.
Eftir að hafa haldið aftur af blikunum þá brást loksins stíflan á 77. mínútu og svo aftur á 82. mínútu. Sigurmarkið er reyndar umdeilt þar sem brotið var á Orra(sem átti annars alla skallabolta í teignum í kvöld) áður en boltinn barst til Arnórs Sveins.
Maður leiksins af flestum sparkspekingum var Alexander Magnússon sem spilaði leikinn með umbúðir eftir höfuðhöggið í síðasta leik. Alexander sýndi mjög góðan leik þar sem hann var oft tveggja manna maki í vörninni á hægri kantinum auk þess sem hann átti ágætt færi undir lok leiks.
Robert Winters átti einnig fínan leik og verður gaman að fylgjast með honum í sumar.
Og í raun áttu allir leikmenn liðsins nokkuð góðan leik í kvöld þar sem þeir börðust vel einum færri mest allan leikinn.og héldu aftur af þungri sókn heimamanna þar til þrekið brást undir lokin.
Þótt tap sé alltaf 3 töpuð stig þá er tilfinningin eftir svona leik ólíkt betri en eftir ósigra þar sem ekki ber mikið á baráttuvilja og leikgleði. Þetta er allavega leikur sem hægt er að byggja á í stað þess að reyna gleyma sem fyrst.
Sjónvarpsviðtal við Ólaf á mbl.is