Jólabón körfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þá er komið að hinu árlega jólabóni körfunnar.  Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir okkur og hefur vel verið tekið á móti okkur síðustu ár.  Og enn bætum við í með skipulag, mannskap og gæðaeftirlit en það hefur einmitt verið til fyrirmyndar. 

Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi:

Fólksbíll – 8.000 kr
Jepplingur – 10.000 kr
Jeppi – 12.000 kr
Stór – 14.000 kr
Ennþá stærri – samkomulag 🙂

Við verðum í húsi Veiðarfæraþjónustunnar föstudaginn 20. og laugardaginn 21.des.

Hægt er að panta í síma 894-8743 -Ása og
864-8491 – Abba.

Sækjum og skilum