Grindavík 79 – Njarðvík 64

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er enn ósigrað á heimavelli í vetur eftir sigur á Njarðvík 79-64.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan 64-64 en Grindavíkurstúlkur skoruðu 15 stig í framlengingu gegn engu hjá gestunum.

Grindavík var yfir mest allan leikinn og voru með 8 stiga forskot þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Njarðvíkurstúlkur tóku þá góðan kafla og jöfnuðu fyrir lok venjulegs leiktíma. Eins og nefnt hefur verið áður þá áttu Grindavík framlenginguna og sigruðu hana 15-0.

Stigahæstar í gær voru Pálína með 24 stig, Lauren 22 og Helga Rut Hallgrímsdóttir með 13 stig og 14 fráköst.

Með sigrinum heldur Grindavík sér í baráttu efstu liða með 8 stig eftir 6 leiki. Snæfell er í öðru sæti með 10 stig(einu töpuðu stigin voru gegn Grindavík) og Keflavík með fullt hús stiga eftir 6 leiki.