Heimavöllurinn ætlar að reynast drjúgur hjá kvennaliði Grindavíkur í fyrstu umferðum Dominosdeild kvenna. Grindavík sigraði sinn þriðja leik á heimavelli í gær þegar þær lögðu Valsstúlkur 79-66
Grindavík er því komið í annað sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Keflavík sem er enn ósigrað.
Varnarleikurinn var í fyrirrúmi til að byrja með, Grindavík hafði þó yfirhöndina og hélt forystunni til leiksloka.
Stigahæstar í gær voru Lauren Oosdyke með 23 stig, Pálina með 21 og María Ben 15.
Næsti leikur Grindavíkur er gegn Hamar 27.október og fer leikurinn fram í Hveragerði