Grindavík tók á móti Keflavík í Lengjubikarnum í kvöld. Enginn erlendur leikmaður lék með Grindavík í kvöld þar sem samning við Chris Stephenson var sagt upp líkt og sést hér fyrir neðan.
Kanaleysi kom að sjálfsögðu ekki að sök og vann Grindavík leikinn nokkuð örugglega 99-82.
Fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigrinum þar sem staðan var 25-9 eftir leikhlutann.
Bræðurnir Ólafur Ólafsson og Þorleifur Ólafsson voru stigahæstir í kvöld með 17 og 16 stig. Jóhann Ólafsson var einnig með 16 stig þannig að stigaskorið dreifist á milli manna.
Næsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum fer fram á þriðjudaginn í 8 liða úrslitum.