Grindavík er komið í úrslitaviðureign Dominosdeild karla eftir 92-88 sigur á KR í gærkveldi.
KR byrjaði byrjuðu betur þar sem þeir skoruðu fyrstu stig leiksins. Ólíkt síðasta leik liðanna í KR heimilinu þá héldu okkar menn við þá, jöfnuðu og komust yfir. Þeir héldu svo yfirhöndinni allan leikinn en KR aldrei langt á eftir.
24-21 var staðan eftir fyrsta leikhluta og 47-39 í hálfleik. Í fyrri hálfleik reynda heimamenn mikið að keyra upp að körfunni en stóru mennirnir okkar stoppuðu flestar þær tilraunir, sigruðu kassi-í-kassa baráttuna sem Brynjar talaði um fyrir leikinn.
Í seinni hálfleik tóku KR-ingar nokkrar góðar rispur og virtust líklegir til að jafna og komast yfir. Grindavík sýndi hinsvegar mikinn karakter og yfirvegun á þessum tímabilum, létu þá aldrei jafna og svöruðu með nokkrum körfum í röð.
Grindavík stóð því upp sem sigurvegari og komnir í úrslitarimmuna annað árið í röð.
Aaron Broussard var stigahæstur í kvöld. Kom dálítið á óvart þegar maður kíkti á stigatöfluna eftir leikinn að hann var kominn með 32 stig því körfurnar hans komu jafnt og þétt yfir leikinn. Samuel, Lalli, Jóhann og Sigurður voru einnig stigaháir.
Það gæti ráðist í kvöld hverjir mótherjarnir því ef Stjarnan vinnur Snæfell í Garðabæ í kvöld þá verður úrslitaviðureignin milli Grindavík og Stjörnunnar.
Viðtal við Sverrir á karfan.is
Umfjöllun, viðtöl og myndir á visir.is
Mynd visir.is