Óvæntur sigur í Hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð til Stykkishólmar fyrir helgi þar sem þær lögðu Snæfell 76-73

Útlitið var orðið svart hjá stelpunum eftir tap gegn Njarðvík um síðustu helgi. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar og því fyrirfram mátti búast við erfiðum leik gegn þeim.

Stelpurnar sýndu hinsvegar hvað í þeim býr og eru þær ekki búnar að játa sig sigraðar.

Leikurinn var spennandi mest allan tíman og til marks um það þá voru Snæfell yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka. 

Næsti leikur Grindavíkur er gegn Val 13.mars í Reykjavík en eiga svo Fjölni og Hauka eftir í lokaumferðunum.