Grindavík sigraði Fjölni í gær 90-64 þar sem okkar stelpur voru betri á flestum sviðum og eru nú komnar í sjötta sætið með 12 stig.
Oft hefur Grindavík byrjað leikina mjög vel en dregist aftur úr þegar líða tekur á leikinn. Það var ekki raunin í gær. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 18-16 en góður annar leikhluti bjó til bil milli liðanna sem ekki var brúað.
Byrjunin hjá Fjölni í seinni hálfleik var góð þar sem þær minnkuðu munin í 13 stig. Guðmundur Bragason tók þá leikhlé og fór vélin aftur í gang eftir það og jók forskotið til leiksloka og endaði leikurinn 90-64.
Allt Grindavíkurliðið var að spila vel í gær, bæði í vörn og sókn. Petrúnella og Crystal stóðu upp úr með 24 og 23 stig, Petrúnella var komin með 23 stig eftir þrjá leikhluta. Báðar tóku þær einnig þónokkuð af fráköstum og stoðsendingar.
Snæfell sigraði Njarðvík þannig að með sigrinum á Fjölni fór Grindavík upp um eitt sæti.