Helgin var góð hjá bæði karla- og kvennaliði Grindavíkur í körfubolta.
Á föstudaginn tók Grindavík á móti KFÍ í Dominosdeild karla. Grindavík sigraði leikinn örugglega 110-82 þar sem Grindavík var yfir frá fyrstu mínútu. Allir 12 leikmenn Grindavíkur tóku þátt og skoruðu þeir allir. Aaron Broussard var stigahæstur sem fyrr.
Á laugardeginum var komið að stelpunum þar sem þær tóku á móti Fjölni. Stelpurnar sigruðu einnig örugglega 81-63 og líkt og hjá strákunum þá fengu allar sínar mínútur og flestar skoruðu. Crystal Smit var stigahæst með 32 stig og Petrúnella kom henni næst með 14 stig. Helga Rut Hallgrímsdóttir tók 9 fráköst og 4 stoðsendingar.