Grindavík vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í gær 90-86
Snæfell og Stjarnan voru líkleg til að setja smá bil í toppbaráttunni milli sín og nokkra liða sem eru jöfn um miðja deild. Grindavík heldur sér í toppbaráttunni með sigrinum í gær og er ásamt Stjörnunni í 2-3 sæti með 10 stig, Snæfell efst með 12 stig.
Úr tölfræðinni frá leiknum má sjá Aaron Broussard var stigahæstur með 24 stig, Lalli steig upp í mikilvægum leik eins og endranæst og skoraði 19 stig.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta var það vörnin hjá okkar mönnum sem tryggði þeim 7 stiga forskot í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var gestanna og komust þeir yfir en góð byrjun í fjórða leikhluta hjá Grindavík og þrjár þriggja stiga körfur í röð tryggði Grindavík sigur í þessum mikilvæga leik.
Myndin af Ómari hér að ofan er fengin frá karfan.is þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af leiknum í myndasafni.