Grindavík 105 – Haukar 61

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík jafnaði Keflavík á toppi B riðils í Lengjubikarnum með stórsigri á Haukum í gærkveldi 105-61

Sigurinn var aldrei í hættu og voru yfirburðir Grindavíkur þónokkrir eins og lokatölur segja um.  Ellefu leikmenn fengu meira en 10 mínútur í leiknum og sá eini  sem spilaði minna en það var Ólafur Ólafsson sem kom inn á undir lok þriðja leikhluta.  Sérlega ánægjulegt að fá hann aftur og Jón Gauti tók viðtal við hann af tilefninu.

Stigaskorið dreifðist vel á milli manna en Samuel Zeglinski var stigahæstur með 20 stig.

Næsti leikur hjá Grindavík í Lengjubikarnum er útileikur gegn Skallagrím í Borganesi. Leikurinn fer fram 12. nóvember klukkan 19:15