Sætir sigrar í Sambíómótinu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar í 3-4 bekk tóku þátt í Sambíómótinu um helgina sem haldið var Grafarvogi.

Er þetta gamla Hópbílamótið sem grindvísk lið hafa sótt síðustu ár.  Sextán stelpur sem Ellert Magnússon hefur þjálfað í vetur mættu og stóðu sig frábærlega.  Eins og venjan er á svona mótum er ekki skráð skoruð stig en stelpurnar voru samt með á hreinu hvernig leikirnir fóru og unnust þeir flestir.  

Gríðarleg barátta og leikgleði er það sem einkenndi leik stelpnanna um helgina og komu þær mörgum stráka og stelpuliðum í opna skjöldu, jafnvel þó að andstæðingarnir hafi verið eldri og sterkari.

Það verður því gaman að fylgjast með þessum stelpum í framtíðinni.