Öruggur sigur í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingar gerður góða ferð á Ásvelli í gær þegar þeir lögðu Hauka 90-72

Grindavík komst yfir í byrjun og hélt heimamönnum alltaf í hæfilegri fjarlægð.  Fyrsta fjórðunginn sigraði Grindavík 29-17 en það var helst í byrjun seinni hálfleiks sem leikurinn stefndi í spennandi lokamínútur.  Okkar menn sigldu þessu hinsvegar örugglega í höfn og eru komnir á topp A riðils ásamt Páli Axel og félögum í Skallagrími sem sigruðu Keflavík í gær.

Stigahæstir hjá Grindavík var sem fyrr bandaríkjamennirnir Broussard og Zeglinski.  Næstir voru Þorleifur Ólafsson og Jóhann Árni Ólafsson.  Allir leikmenn Grindavíkur tóku þátt í leiknum, flestir fengu ágætist spilatíma og 10 leikmenn skoruðu stig í leiknum.