Góð byrjun okkar manna heldur áfram en eftir tvo erfiða fyrstu leiki í Domions-deildinni erum við með tvo sannfærandi sigra í farteskinu og í kvöld voru það Snæfellingar sem voru örugglega lagðir af velli, 110-102.
Skv. tölfræðinni var Sammy Zeglinski okkar besti maður og um tíma virtist hann vera algerlega óstöðvandi! Eftir 3 leikhluta var hann búinn að hitta 8 af 11 3-stiga skotum sínum en sennilega var hann farinn að þreytast og endaði “ekki með nema” 50% nýtingu í 3-stiga….. Auk þess gaf hann 8 stoðsendingar. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur ef hann er að finna sinn leik.
Aaron heldur áfram að heilla og endaði með 28 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
Lalli og Siggi Þorsteins voru stigahæstir Íslendinganna með 12 stig og Jói var með 9 stig en auk þess gaf Jói 7 stoðsendingar og tók 7 fráköst.
Hýfa!!!
ÁFram Grindavík!