Fyrsti leikur Grindavíkur í efstu deild kvenna í tvö ár fer fram í kvöld þegar stelpurnar mæta KR í DHL-höllinni
Leikurinn hefst klukkan 19:15
Í gær var haldin blaðamannafundur hjá KKÍ þar sem meðal annars var birt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð sjöunda sæti og þar með falli sem er auðvitað tóm vitleysa:
1. Keflavík · 175 stig
2. Snæfell · 161 stig
3. Valur · 138 stig
4. KR · 119 stig
5.-6. Haukar · 79 stig
5.-6. Njarðvík · 79 stig
7. Grindavík · 74 stig
8. Fjölnir 37 stig
Grindavík sigraði örugglega 1. deildina í fyrra með mörgum góðum og efnilegum stelpum. Í ár hafa bæst við liðið leikmenn sem spiluðu með öðrum liðum síðasta ár þannig að gaman verður að fylgjast með liðinu í ár.