Sverrir Þór Sverrisson tekur við karlaliði Grindavíkur!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík var ekki lengi að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara eftir að Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti að hann gæti ekki þjálfað liðið áfram.  Sá sem varð fyrir valinu er nýkrýndur tvöfaldur meistari kvennaliðs Njarðvíkur, Sverrir Þór Sverrisson.

Í stuttu spjalli við heimasíðuna lét Sverrir hafa þetta eftir sér:

„Ég er gríðarlega spenntur að taka við nýkrýndum Íslandsmeisturum Grindavíkur.  Ég geri mér grein fyrir að þar eru alltaf miklar kröfur og það verður spennandi að koma inn í þetta umhverfi“

Magnús Andri Hjaltason, formaður kkd.umfg var ánægður með ráðninguna:

“Við erum ánægðir að hafa náð í þennan góða kost sem við teljum Sverri klárlega vera.  Við væntum mikils af hans störfum hjá okkur en hans bíður auðvitað erfitt verk að feta í fótspor Helga og krafan er alltaf sú sama, að stefna á alla titla”

Við bjóðum Sverri hjartanlega velkominn í paradísina í Grindavík 🙂

Áfram Grindavík!